Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 09:30 Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði þrettán mörk í sigrinum á Úkraínu. Hondbóltssamband Føroya Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands) EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands)
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira