Frá þessu er greint í tilkynningu á vef lögreglunnar á Suðurlandi.
Þar segir að lögregla vinni nú að rannsókn málsins af fullum þunga, með liðsinni tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin beinist að því að upplýsa með hvaða hætti andlát konunnar bar að.
Þá segir að ekki sé hægt að greina frekar frá framgangi rannsóknarinnar að svo stöddu.