Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 12:46 Öldungadeildarþingkonur Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu fengu sendar hryggjasúlur frá hóp sem vill banna þungunarrof alfarið. Um var að ræða skilabð undir rós um að sýna dug, „show some spine“. Það gerðu þær en fyrir annan málstað. AP/Jeffrey Collins Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira