Hollywood muni laðast að Gufunesi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 16:09 Teikningar af kvikmyndaverunum í Gufunesi. +Arkitektar Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar
Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30