Sævar Helgi Bragason, sem oftast er kallaður Stjörnu-Sævar, náði myndum af fyrirbærinu og birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Hann segir rosabauginn verða til við 22ja gráðu ljósbrot í sexhyrndum ískristöllum í háskýjaslæðunum. Snertilsbogarnir, sem séu raunar tveir, verði til við ljósbrot í fallandi blýantslaga sexhyrndum ískristöllum. Sá efri, þar sem snertilboginn er, verði til við 46 gráðu ljósbrot.
„Hef aldrei séð þetta áður! Vá!“ segir Stjörnu-Sævar.