Gunnar: Ákveðinn léttir að klára þetta verkefni Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2023 17:50 Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sjö marka sigur á Eistlandi 30-27. Þetta var síðasti leikurinn í undankeppni EM 2024. Þetta var síðasti leikur Gunnars Magnússonar í þjálfarateymi Íslands og Gunnar var spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
„Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira