Stöndum öll saman Gylfi Þór Gíslason skrifar 1. maí 2023 08:31 Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar