Bráðavandi blasi við heimilum landsins Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 10:14 Kröfugangan endar á Ingólfstorgi þar sem haldin verða ávörp. Þar fór einnig dagskrá fram árið 2019 þegar þessi mynd var tekin. Friðrik Þór Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira