Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 11:33 Frá móttöku flóttamanna í Sádi-Arabíu fyrr í vikunni. AP Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi. Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi.
Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33