Williams staðfesti þetta á góðgerðarsamkomunni Met Gala í New York í Bandaríkjunum í gær. Þar sagði hún við blaðamenn á rauða dreglinum að þau væru þarna „þrjú“ en hún mætti ásamt eiginmanni sínum, Alexis Ohanian.
Williams og Ohanian eignuðust sitt fyrsta barn árið 2017 þegar dóttir þeirra, Olympia, kom í heiminn.
Serena Williams er eitt allra stærsta nafnið í sögu tennisíþróttarinnar en hún vann 23 risatitla á ferli sínum.
Í viðtali við tímaritið Vogue á síðasta ári sagðist hún vilja einbeita sér að því að stækka fjölskyldu sína.
Met Gala er árleg samkoma í Metropolitan-listasafninu í New York þar sem fé er safnað fyrir Costume Institute. Á samkomunni í gær var verið að opna sýningu á safninu til heiðurs tískuhannaðarins Karl Lagerfeld.