Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð Einar E. Einarsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Skagafjörður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun