Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 10:46 Kristrún var mætt á fund um stöðu launafólks á Íslandi í morgun. Fulltrúar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB stóðu fyrir fundinum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ Í þessu má greina óbeina gagnrýni á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og heldur klúðurslega bankasölu þegar eignarhluti ríkisins í Íslandsbankinn var seldur. Kristrún mætti í Bíti Bylgjunnar í morgun, í sitt fyrsta opinbera viðtal eftir fæðingarorlof og var í miklu stuði. Hún sagðist ekki hafa verið í fríi, hún hafi verið að sinna flokknum inn á við en haldið fjölmiðlum fjarri. Samfylkingin hefur flogið með himinskautum í skoðanakönnunum; er orðinn stærsti flokkurinn og mælist með 28 prósenta fylgi. Þetta er samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og eykur flokkurinn enn forskotið á Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni og mælist nú 38 prósent. Kristrún var innt eftir þessu mikla flugi flokksins. „Já, ég veit ekki hvort ég er rétta manneskjan til að svara þessu. En þetta eru auðvitað skilaboð til okkar um að við verðum að standa okkur, svona fylgi fylgja væntingar. Vonandi jákvæðar væntingar fremur en að þetta sé óánægjufylgi.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segist vona að hið mikla fylgi við flokkinn sem sýnir sig í skoðanakönnunum sé ekki óánægjufylgi. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir fálmkennd og sein viðbrögð í baráttunni við verðbólguna.Vísir/Vilhelm Kristrún segir að slíkt fylgi skili sér, þangað hafi verið stefnt og að Samfylkingin sé rétt að byrja. Í samtalinu var rætt um stöðuna í samfélaginu eins og hún birtist í ræðum verkalýðsleiðtoga 1. maí. Þar gæti verulegrar óánægju með stöðuna. Kristrún var spurð hvað hún hefði gert öðru vísi en þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra? Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fyrirsjáanlegri verðbólgu klén Kristrún sagði að það væri ýmislegt. Hún vildi vera sanngjörn og sagði það vissulega svo að hið opinbera og fjármálakerfið – kerfið – væri svolítið eins og olíuskip sem ekki yrði snúið í snatri. Það taki tíma að breyta. „En ef við tökum bara stöðuna eins og hún blasti við í upphafi síðasta árs þá voru strax komin fram merki um að það stefndi í mikla verðbólgu. Ég veit að fólk er ekkert að fylgjast með því í smáatriðum hvað einstaka þingmenn eru að gera, en stór partur af þeim málflutningi sem ég og við í Samfylkingunni vorum með sneri að því að grípa í taumana áður en verðbólgan færi úr böndunum,“ segir Kristrún. Formaður Samfylkingarinnar benti á að mikill orsakavaldur þar væri húsnæðismarkaðurinn. Kostnaður þar þrýsti á launakröfur og þá smiti það út annars staðar. Auðvitað væri það svo að ytri þættir hefðu áhrif svo sem stríð í Úkraínu en það hefði þurft að bregðast við þeim innlendu þáttum. „Það hefði þurft að bregðast með því að reyna að dempa höggið sem almenn heimili fá sem hefði þá mögulega dregið úr launaþrýstingi og almennum verðkostnaði innanlands.“ Afnám bankaskatts skilaði sér aldrei til neytenda Kristrún nefnir í því sambandi að ríkið hefði þurft að setja meira í barnabætur, meira í húsnæðisbætur og vaxtabætur. „Slíka tilfærslu á kostnaði er auðveldara að festa við ákveðna hópa en launahækkanir. Þær eiga það til að fréttast; ég fékk sjö prósent og þá vilt þú fá sjö prósent og svo framvegis.“ Með þeim hætti væri hægt að styðja betur við þá hópa sem þurfa mest á því að halda. Kristrún segir að ríkisstjórnin hafi brugðist seint og illa við fyrirsjáanlegum vanda. Grípa hefði þurft til hvalrekaskatta til að fjármagna útgjöld ríkissjóðs. Á erfiðum tímum sem þessum þurfi að gera það. „Og fjármagnsskattar og það sé einfaldlega tekið á þenslunni þar sem þenslan er. Til dæmis bankaskatturinn sem var afnuminn að hluta á sínum tíma – það átti að skila sér allt til neytenda. Það hefur ekkert skilað sér til neytenda!“ Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Fjármálamarkaðir Verðlag Bítið Alþingi Landsbankinn Tengdar fréttir Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21. mars 2023 19:51 Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27. febrúar 2023 11:33 Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30. janúar 2023 17:18 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Í þessu má greina óbeina gagnrýni á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og heldur klúðurslega bankasölu þegar eignarhluti ríkisins í Íslandsbankinn var seldur. Kristrún mætti í Bíti Bylgjunnar í morgun, í sitt fyrsta opinbera viðtal eftir fæðingarorlof og var í miklu stuði. Hún sagðist ekki hafa verið í fríi, hún hafi verið að sinna flokknum inn á við en haldið fjölmiðlum fjarri. Samfylkingin hefur flogið með himinskautum í skoðanakönnunum; er orðinn stærsti flokkurinn og mælist með 28 prósenta fylgi. Þetta er samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og eykur flokkurinn enn forskotið á Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni og mælist nú 38 prósent. Kristrún var innt eftir þessu mikla flugi flokksins. „Já, ég veit ekki hvort ég er rétta manneskjan til að svara þessu. En þetta eru auðvitað skilaboð til okkar um að við verðum að standa okkur, svona fylgi fylgja væntingar. Vonandi jákvæðar væntingar fremur en að þetta sé óánægjufylgi.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segist vona að hið mikla fylgi við flokkinn sem sýnir sig í skoðanakönnunum sé ekki óánægjufylgi. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir fálmkennd og sein viðbrögð í baráttunni við verðbólguna.Vísir/Vilhelm Kristrún segir að slíkt fylgi skili sér, þangað hafi verið stefnt og að Samfylkingin sé rétt að byrja. Í samtalinu var rætt um stöðuna í samfélaginu eins og hún birtist í ræðum verkalýðsleiðtoga 1. maí. Þar gæti verulegrar óánægju með stöðuna. Kristrún var spurð hvað hún hefði gert öðru vísi en þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra? Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fyrirsjáanlegri verðbólgu klén Kristrún sagði að það væri ýmislegt. Hún vildi vera sanngjörn og sagði það vissulega svo að hið opinbera og fjármálakerfið – kerfið – væri svolítið eins og olíuskip sem ekki yrði snúið í snatri. Það taki tíma að breyta. „En ef við tökum bara stöðuna eins og hún blasti við í upphafi síðasta árs þá voru strax komin fram merki um að það stefndi í mikla verðbólgu. Ég veit að fólk er ekkert að fylgjast með því í smáatriðum hvað einstaka þingmenn eru að gera, en stór partur af þeim málflutningi sem ég og við í Samfylkingunni vorum með sneri að því að grípa í taumana áður en verðbólgan færi úr böndunum,“ segir Kristrún. Formaður Samfylkingarinnar benti á að mikill orsakavaldur þar væri húsnæðismarkaðurinn. Kostnaður þar þrýsti á launakröfur og þá smiti það út annars staðar. Auðvitað væri það svo að ytri þættir hefðu áhrif svo sem stríð í Úkraínu en það hefði þurft að bregðast við þeim innlendu þáttum. „Það hefði þurft að bregðast með því að reyna að dempa höggið sem almenn heimili fá sem hefði þá mögulega dregið úr launaþrýstingi og almennum verðkostnaði innanlands.“ Afnám bankaskatts skilaði sér aldrei til neytenda Kristrún nefnir í því sambandi að ríkið hefði þurft að setja meira í barnabætur, meira í húsnæðisbætur og vaxtabætur. „Slíka tilfærslu á kostnaði er auðveldara að festa við ákveðna hópa en launahækkanir. Þær eiga það til að fréttast; ég fékk sjö prósent og þá vilt þú fá sjö prósent og svo framvegis.“ Með þeim hætti væri hægt að styðja betur við þá hópa sem þurfa mest á því að halda. Kristrún segir að ríkisstjórnin hafi brugðist seint og illa við fyrirsjáanlegum vanda. Grípa hefði þurft til hvalrekaskatta til að fjármagna útgjöld ríkissjóðs. Á erfiðum tímum sem þessum þurfi að gera það. „Og fjármagnsskattar og það sé einfaldlega tekið á þenslunni þar sem þenslan er. Til dæmis bankaskatturinn sem var afnuminn að hluta á sínum tíma – það átti að skila sér allt til neytenda. Það hefur ekkert skilað sér til neytenda!“
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Salan á Íslandsbanka Fjármálamarkaðir Verðlag Bítið Alþingi Landsbankinn Tengdar fréttir Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21. mars 2023 19:51 Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27. febrúar 2023 11:33 Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30. janúar 2023 17:18 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32
Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21. mars 2023 19:51
Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27. febrúar 2023 11:33
Kristrún farin í fæðingarorlof Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er farin í fæðingarorlof og hefur kallað inn varaþingmann á Alþingi. 30. janúar 2023 17:18