Bílastæði verða fjarlægð við Sólfarið og varnargarður breikkaður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:26 Sólfarið hefur verið sérstaklega vinsæll áningarstaður ferðamanna undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bílastæði við Sólfarið fá að fjúka, sjóvarnargarður verður lagfærður og gróður verður meira áberandi, samkvæmt nýju deiliskipulagi við Norðurströnd, strandsvæðið milli Hörpu og Laugarness. Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti að afgreiða tillöguna í auglýsingu á fundi sínum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Tillagan verður formlega auglýst á næstunni. Íbúum gefst tækifæri til að koma með ábendingar á auglýsingatíma. Í tilkynningunni segir að með tillögunni sé verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út sundin og til fjalla haldist óskert. Norðurströnd Reykjavíkur er mikilvægt útivistarsvæði og samgönguæð fyrir sjálfbæra ferðamáta að sögn borgaryfirvalda.Reykjavíkurborg Áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut Segir þar að samkvæmt tillögunni verði heimilt að koma fyrir listskreytingum sem falla vel að umhverfinu. Þá verði gert ráð fyrir því að sjóvarnargarðurinn verði breikkaður út í sjó þar sem þess er þörf með sambærilegum hætti og þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Samkvæmt tillögunni verða bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur verður áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann. Það er meðal annars til þess að bæta öryggi á þessum fjölfarna stað. Þá er gert ráð fyrir að gróður verði meira áberandi á svæðinu. Gróðursvæðið verði byggt upp með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og stuðlað að fjölbreyttri gróðurþekju tegunda sem þrífast við sjávarsíðuna. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti að afgreiða tillöguna í auglýsingu á fundi sínum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Tillagan verður formlega auglýst á næstunni. Íbúum gefst tækifæri til að koma með ábendingar á auglýsingatíma. Í tilkynningunni segir að með tillögunni sé verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út sundin og til fjalla haldist óskert. Norðurströnd Reykjavíkur er mikilvægt útivistarsvæði og samgönguæð fyrir sjálfbæra ferðamáta að sögn borgaryfirvalda.Reykjavíkurborg Áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut Segir þar að samkvæmt tillögunni verði heimilt að koma fyrir listskreytingum sem falla vel að umhverfinu. Þá verði gert ráð fyrir því að sjóvarnargarðurinn verði breikkaður út í sjó þar sem þess er þörf með sambærilegum hætti og þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Samkvæmt tillögunni verða bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur verður áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann. Það er meðal annars til þess að bæta öryggi á þessum fjölfarna stað. Þá er gert ráð fyrir að gróður verði meira áberandi á svæðinu. Gróðursvæðið verði byggt upp með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og stuðlað að fjölbreyttri gróðurþekju tegunda sem þrífast við sjávarsíðuna.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira