Paradís fyrir hlaupa- og útivistarfólk Hlaupár 12. maí 2023 09:17 Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir hóf að stunda hlaup árið 2008 og er reglulegur viðskiptavinur hjá Hlaupári sem sérhæfir sig í fatnaði og búnaði fyrir hlaupara, göngufólk og annað útivistarfólk. Útivistar- og íþróttaverslun Hlaupár í Fákafeni sérhæfir sig í fatnaði og búnaði fyrir hlaupara, göngufólk og annað útivistarfólk. „Við sérhæfum okkur í hlaupum en viljum ná til breiðs hóps,“ segir Þórdís Wathne sem er eigandi verslunarinnar. „Það hefur svo sannarlega tekist enda kemur til okkar fjölbreyttur hópur sem stundar alls konar útivist allt árið um kring og fólk sem er duglegt að fara út að labba.“ Uppáhalds hlaupabuxur Hafdísar eru frá UGLOW og eru með geymslubelti allan hringinn. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir hóf að stunda hlaup árið 2008 og er reglulegur viðskiptavinur hjá Hlaupári. „Verslunin Hlaupár er bæði með fallegar og praktískar vörur og mér finnst best þegar þetta fer saman. Þjónustan er líka framúrskarandi og þau leggja sig fram um að bjóða upp á allt sem tengist hlaupunum, bæði götu- og fjallahlaupum og styttri og lengri vegalengdum. Sérstaða þeirra er sú að þau handvelja hverja einustu vöru og því eru þetta vörur sem þau hafa prófað og líkar vel við.“ Mikil vellíðan fylgir hlaupum Hafdís segist hafa byrjað að hlaupa fyrir algjöra tilviljun og skráði sig fljótlega í hálft maraþon. „Næstu árin var ég algjör sólskinshlaupari en hljóp nokkur maraþon. Árið 2013 hljóp ég fyrst Laugaveginn og 2017 fór ég fyrsta alvöru fjallahlaupið í UTMB seríunni. Ári seinni fór ég mitt fyrsta 100 km fjallahlaup og fékk þá óstöðvandi bakteríu fyrir lengri fjallahlaupum.“ Hoka skórnir njóta mikilla vinsælda og eru jafn mikið teknir sem hlaupaskór og sem göngu- og hversdagsskór. Hún segir vellíðanina sem fylgir því að reyna á sig úti í náttúrunni vera mest gefandi við hlaupin. „Þess vegna finnst mér miklu skemmtilegra að hlaupa úti en inni í dag þó það hafi tekið mig nokkur ár að komast af hlaupabrettinu. Ég elska að hlaupa í sólinni en líka að klæða af mér rok og rigningu. Þetta snýst allt um rétta búnaðinn.“ Hlaupabúnaðurinn hennar Hafdísar: Hver er uppáhalds jakkinn þinn? Ég elska Uglow jakkana en þeir eru léttir og algjörlega vatnsheldir. Svo koma þeir í svo fallegum litum líka. Uglow hlaupajakkarnir eru léttir og algjörlega vatnsheldir. Áttu þér uppáhalds hlaupaskó? Hoka hentar mér mjög vel og ég verð að segja að Mafate speed er í mestu uppáhaldi. Hoka Mafate speed eru frábærir hlaupaskór. Áttu þér uppáhalds hlaupabuxurnar? Uppáhaldshlaupabuxurnar mínar eru frá Uglow. Þær eru fullkomnar, rosalega mjúkar en samt með góðum stuðningi og svo er innbyggða beltið algjör snilld. Hlaupabuxurnar frá Uglow eru mjög mjúkar en samt með góðum stuðningi. Innbyggða beltið er algjör snilld. Hver er uppáhalds hlaupabolurinn Ég á nokkra æðislega hlaupaboli frá Uglow sem erfitt er að velja á milli en þessi stuttermabolur er alveg frábær; léttur, fallegur, nuddast hvergi og til í dásamlegum litum. Uglow hlaupabolirnir koma í mörgum dásamlegum litum. Hvaða hlaupasokkar eru í mestu uppáhaldi? Þægilegustu sumarsokkarnir eru frá JOHAUG en þeir eru líka á mjög góðu verði. Bestu vetrarsokkarnir eru klárlega JOHAUG göngu- og hlaupasokkarnir. Sumar- og vetrarsokkarnir frá JOHAUG eru vinsælir enda á mjög góðu verði. Hvert er uppáhalds hlaupavestið? Gott hlaupavesti er nauðsynlegt. Það þarf að passa vel, vera með nóg af vösum, taka allan skyldubúnað en líka vera þægilegt þegar lítið er í pokanum. Þetta vesti sameinar þetta allt að mínu mati. Hlaupavesti sem sameinar allt það nauðsynlegasta. Aðrar uppáhalds hlaupavörur Hafdísar eru meðal annars BLACK DIAMOND Carbon Z hlaupa- og göngustafirnir. Þeir eru léttir og meðfærilegir og algjörlega nauðsynlegir í löngum fjallahlaupum. Góð sólgleraugu eru líka nauðsynleg og eru NEON Arizona W sólgleraugun á óskalistanum hjá Hafdísi. „Einnig er gott höfuðljós nauðsynlegt og oftast hluti af skyldubúnaði. PETZL Swift höfuðljósið er það allra besta á markaðnum í dag.“ BLACK DIAMOND Carbon Z hlaupa- og göngustafirnir eru léttir og meðfærilegir. Góð sólgleraugu eru nauðsynleg og þar koma NEON Arizona W sólgleraugun sterk inn. Svo er gott höfuðljós nauðsynlegt í myrkrinu og þar þykir PETZL Swift höfuðljósið það allra besta á markaðnum í dag. Spennandi hlaupasumar fram undan Það eru mörg spennandi hlaup á dagskrá hjá Hafdísi næstu mánuði. „Ég var svo heppin að komast inn í draumahlaupið mitt sem er haldið á Ítalíu í september. Þar mun ég hlaupa 350 km með 30.000 metra hækkun og hlakka svakalega mikið til. Ég er skráð í fullt af keppnishlaupum í vor og sumar sem ég mun taka sem æfingahlaup, t.d. Transvulcania hlaupið sem fer fram á Kanaríeyjum í maí en þar hleypt ég um 72 km, Mýrdalshlaupið, Hlaupárshringinn, Esjumaraþon, Laugaveg og líklega Súlur Vertical.“ Uglow jakkarnir eru afar vinsælir enda með góða vatnsheldni og öndun. Úrval þekktra merka á boðstólnum Hlaupár selur einnig úrval vara fyrir hversdagslega notkun og nefnir Þórdís þar sérstaklega Hoka skóna. „Þeir eru jafn mikið teknir sem hlaupaskór og sem göngu- og hversdagsskór. Það er greinilega komið vor því mjög margir leggja leið sína til okkar þessa dagana til að kaupa sumarskóna,“ segir Þórdís. Meðal helstu vörumerkja sem Hlaupár selur eru Millet, Uglow, Coros, Hoka, Johaug, Fusion, Scarpa, Otso, Rigde merino, Black diamon, Petzl og Lafuma. „Millet er mjög vinsælt sem göngufatnaður og hversdagsfatnaður en við eigum von á nýrri hlaupalínu frá þeim á næstu dögum. Uglow, Johaug og Fusion eru svo vinsælustu hlaupamerkin og svo erum við með mikið úrval af útivistargleraugum sem einnig minnir okkur á að vorið sé komið.“ Sumarvörurnar eru að detta í hús að sögn Þórdísar og þar má finna margar spennandi vörur. „Við höfum fengið mikið af nýjum sólgleraugum, nýjum týpum af Hoka skóm og svo eru sumarvörurnar frá Millet og Uglow að lenda.“ Nánari upplýsingar á hlaupar.is. Hlaup Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við sérhæfum okkur í hlaupum en viljum ná til breiðs hóps,“ segir Þórdís Wathne sem er eigandi verslunarinnar. „Það hefur svo sannarlega tekist enda kemur til okkar fjölbreyttur hópur sem stundar alls konar útivist allt árið um kring og fólk sem er duglegt að fara út að labba.“ Uppáhalds hlaupabuxur Hafdísar eru frá UGLOW og eru með geymslubelti allan hringinn. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir hóf að stunda hlaup árið 2008 og er reglulegur viðskiptavinur hjá Hlaupári. „Verslunin Hlaupár er bæði með fallegar og praktískar vörur og mér finnst best þegar þetta fer saman. Þjónustan er líka framúrskarandi og þau leggja sig fram um að bjóða upp á allt sem tengist hlaupunum, bæði götu- og fjallahlaupum og styttri og lengri vegalengdum. Sérstaða þeirra er sú að þau handvelja hverja einustu vöru og því eru þetta vörur sem þau hafa prófað og líkar vel við.“ Mikil vellíðan fylgir hlaupum Hafdís segist hafa byrjað að hlaupa fyrir algjöra tilviljun og skráði sig fljótlega í hálft maraþon. „Næstu árin var ég algjör sólskinshlaupari en hljóp nokkur maraþon. Árið 2013 hljóp ég fyrst Laugaveginn og 2017 fór ég fyrsta alvöru fjallahlaupið í UTMB seríunni. Ári seinni fór ég mitt fyrsta 100 km fjallahlaup og fékk þá óstöðvandi bakteríu fyrir lengri fjallahlaupum.“ Hoka skórnir njóta mikilla vinsælda og eru jafn mikið teknir sem hlaupaskór og sem göngu- og hversdagsskór. Hún segir vellíðanina sem fylgir því að reyna á sig úti í náttúrunni vera mest gefandi við hlaupin. „Þess vegna finnst mér miklu skemmtilegra að hlaupa úti en inni í dag þó það hafi tekið mig nokkur ár að komast af hlaupabrettinu. Ég elska að hlaupa í sólinni en líka að klæða af mér rok og rigningu. Þetta snýst allt um rétta búnaðinn.“ Hlaupabúnaðurinn hennar Hafdísar: Hver er uppáhalds jakkinn þinn? Ég elska Uglow jakkana en þeir eru léttir og algjörlega vatnsheldir. Svo koma þeir í svo fallegum litum líka. Uglow hlaupajakkarnir eru léttir og algjörlega vatnsheldir. Áttu þér uppáhalds hlaupaskó? Hoka hentar mér mjög vel og ég verð að segja að Mafate speed er í mestu uppáhaldi. Hoka Mafate speed eru frábærir hlaupaskór. Áttu þér uppáhalds hlaupabuxurnar? Uppáhaldshlaupabuxurnar mínar eru frá Uglow. Þær eru fullkomnar, rosalega mjúkar en samt með góðum stuðningi og svo er innbyggða beltið algjör snilld. Hlaupabuxurnar frá Uglow eru mjög mjúkar en samt með góðum stuðningi. Innbyggða beltið er algjör snilld. Hver er uppáhalds hlaupabolurinn Ég á nokkra æðislega hlaupaboli frá Uglow sem erfitt er að velja á milli en þessi stuttermabolur er alveg frábær; léttur, fallegur, nuddast hvergi og til í dásamlegum litum. Uglow hlaupabolirnir koma í mörgum dásamlegum litum. Hvaða hlaupasokkar eru í mestu uppáhaldi? Þægilegustu sumarsokkarnir eru frá JOHAUG en þeir eru líka á mjög góðu verði. Bestu vetrarsokkarnir eru klárlega JOHAUG göngu- og hlaupasokkarnir. Sumar- og vetrarsokkarnir frá JOHAUG eru vinsælir enda á mjög góðu verði. Hvert er uppáhalds hlaupavestið? Gott hlaupavesti er nauðsynlegt. Það þarf að passa vel, vera með nóg af vösum, taka allan skyldubúnað en líka vera þægilegt þegar lítið er í pokanum. Þetta vesti sameinar þetta allt að mínu mati. Hlaupavesti sem sameinar allt það nauðsynlegasta. Aðrar uppáhalds hlaupavörur Hafdísar eru meðal annars BLACK DIAMOND Carbon Z hlaupa- og göngustafirnir. Þeir eru léttir og meðfærilegir og algjörlega nauðsynlegir í löngum fjallahlaupum. Góð sólgleraugu eru líka nauðsynleg og eru NEON Arizona W sólgleraugun á óskalistanum hjá Hafdísi. „Einnig er gott höfuðljós nauðsynlegt og oftast hluti af skyldubúnaði. PETZL Swift höfuðljósið er það allra besta á markaðnum í dag.“ BLACK DIAMOND Carbon Z hlaupa- og göngustafirnir eru léttir og meðfærilegir. Góð sólgleraugu eru nauðsynleg og þar koma NEON Arizona W sólgleraugun sterk inn. Svo er gott höfuðljós nauðsynlegt í myrkrinu og þar þykir PETZL Swift höfuðljósið það allra besta á markaðnum í dag. Spennandi hlaupasumar fram undan Það eru mörg spennandi hlaup á dagskrá hjá Hafdísi næstu mánuði. „Ég var svo heppin að komast inn í draumahlaupið mitt sem er haldið á Ítalíu í september. Þar mun ég hlaupa 350 km með 30.000 metra hækkun og hlakka svakalega mikið til. Ég er skráð í fullt af keppnishlaupum í vor og sumar sem ég mun taka sem æfingahlaup, t.d. Transvulcania hlaupið sem fer fram á Kanaríeyjum í maí en þar hleypt ég um 72 km, Mýrdalshlaupið, Hlaupárshringinn, Esjumaraþon, Laugaveg og líklega Súlur Vertical.“ Uglow jakkarnir eru afar vinsælir enda með góða vatnsheldni og öndun. Úrval þekktra merka á boðstólnum Hlaupár selur einnig úrval vara fyrir hversdagslega notkun og nefnir Þórdís þar sérstaklega Hoka skóna. „Þeir eru jafn mikið teknir sem hlaupaskór og sem göngu- og hversdagsskór. Það er greinilega komið vor því mjög margir leggja leið sína til okkar þessa dagana til að kaupa sumarskóna,“ segir Þórdís. Meðal helstu vörumerkja sem Hlaupár selur eru Millet, Uglow, Coros, Hoka, Johaug, Fusion, Scarpa, Otso, Rigde merino, Black diamon, Petzl og Lafuma. „Millet er mjög vinsælt sem göngufatnaður og hversdagsfatnaður en við eigum von á nýrri hlaupalínu frá þeim á næstu dögum. Uglow, Johaug og Fusion eru svo vinsælustu hlaupamerkin og svo erum við með mikið úrval af útivistargleraugum sem einnig minnir okkur á að vorið sé komið.“ Sumarvörurnar eru að detta í hús að sögn Þórdísar og þar má finna margar spennandi vörur. „Við höfum fengið mikið af nýjum sólgleraugum, nýjum týpum af Hoka skóm og svo eru sumarvörurnar frá Millet og Uglow að lenda.“ Nánari upplýsingar á hlaupar.is.
Hlaup Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira