Krýningarathöfnin og umgjörð hennar verður mikið sjónarspil en þetta er fyrsta krýningin í Bretlandi í 70 ár eða frá því Elísabet II var krýnd 26 ára gömul árið 1953. Enginn hefur verið krónprins lengur en Karl sem nú er 74 ára gamall.

Útsendingin á Vísi og Stöð 2-Vísi hefst klukkan 8:45 með því þegar ólíkar deildir breska hersins koma sér fyrir á Mall breiðstrætinu fyrir framan Buckingham höll. Heimir Már mun síðan lýsa því sem fyrir augu ber frá klukkan um 9:20.
Krýningarathöfnin sjálf hefst klukkan tíu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú eru meðal þjóðhöfðingja, konungborinna, forseta og forsætisráðherra og annarra gesta sem verða viðstödd krýninguna að ógleymdum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar.