Kató gamli, tíminn og vatnið Pétur Heimisson skrifar 6. maí 2023 08:00 Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar. Þau reyndust frjór jarðvegur til að rækta sjálfa mennskuna. Til urðu Lungahátíð og -skóli, og alls konar sem fólk vill kíkja á, kynna sér og njóta. Yst í firðinum er náttúru- og menningarsetrið Skálanes, líka grasrótarafurð. Heimafólk hefur gert Seyðisfjörð að þekktum áfangastað innanlands og erlendis og Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni, hefur skilað sér þangað. Norskur innrásarher á íslenskum gæðingum Blikur eru á lofti. Vellauðugt norskt laxeldisfólk ásælist meira og sýnist með aðstoð íslenskra samstarfsaðila ætla að hefja laxeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta íbúa. Kallast það ekki Græðgi? Samtímis veitir Ferðamálastofa hæsta styrk ársins, 157,6 milljónir, til að byggja glæsilegan hringlaga útsýnispall, Baug Bjólfs í fjallinu Bjólfi við Seyðisfjörð. Þetta til að öll fái notið útsýnis yfir fjörðinn, þar sem eldiskvíarnar verða að óbreyttu í brennidepli. Skyldi þess hafa verið getið í umsókn um styrk til verksins? Er Græðgin rétthærri en fólkið sem hefur gert Seyðisfjörð að því sem hann er og vill efla samfélag sitt enn frekar á sínum forsendum? Grafa sína gröf! ...og annarra? Um laxeldi við Íslandsstrendur virðist víða sátt í nærsamfélaginu. Það er vel og laxeldi í Berufirði, syðst í Múlaþingi, sýnist t.d. í góðri samfélagslegri sátt. Verði laxeldi hafið í Seyðisfirði, gegn vilja 75% Seyðfirðinga, finnst mér það gróf valdníðsla. Græðgin mun að óbreyttu uppskera vaxandi andstöðu við eldisáform í Seyðisfirði og líka við eldi þar sem nú ríkir um það sátt. Hvað það þýðir fyrir þær byggðir vil ég ekki hugsa til enda en beini því til Græðginnar sjálfrar hvort hún vill halda áfram að grafa sína eigin gröf og um leið kannski slíkra samfélaga. Við, andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði, endurtökum okkur að hætti Kató gamla vitandi að þau vinna með okkur tíminn og vatnið, hvers dropar hola steininn. Saman snúum við almenningsálitinu gegn Græðginni. STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun