Karl krýndur konungur Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 14:30 Karl konungur og Kamilla drottning veifa af svölunum eftir athöfnina. Getty/WPA Pool Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira