Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. maí 2023 18:30 Þyrlan lék lykilhlutverk í æfingunni. Vísir/Steingrímur Dúi Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira