Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 09:00 Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar. Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira