„Vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2023 22:29 Óskar Hrafn Þorvaldsson var hundfúll þrátt fyrir sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var allt annað en sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Fylki í kvöld. „Nei, bara alls ekki,“ sagði Óskar Hrafn, aðspurður að því hvort hann væri ekki hæstánægður með sigurinn. „Ég er það ekki. Ég er bara mjög ósáttur við hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spilum þennan leik, bæði sóknarlega og varnarlega. Mér fannst við verða hægir í sóknarleiknum og mjög slappir í pressunni þegar við töpuðum boltanum. Lélegir í einn á einn stöðu, en kannski spilar það inn í að þú ert ekkert betri en andstæðingurinn leyfir.“ „En við vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu. Ég get það bara ekki. Því miður.“ Blikar hafa farið höktandi af stað á nýhöfnu tímabili í Bestu-deild karla og liðið hefur tapað tveimur af fyrstu sex leikjum tímabilsins. Liðið var hársbreidd frá því að tapa enn fleiri stigum í kvöld, en Óskar segist ekki hafa svör við því af hverju liðið er ekki að spila jafn vel og í upphafi síðasta tímabils. „Ég veit það ekki. Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Þetta er að mörgu leyti nýtt lið að því leytinu til að við höfum ekki náð mörgum leikjum saman og við erum alltaf að breyta til. Við missum Ísak og við missum Dag, tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn og það tekur okkur bara tíma að ná taktinum aftur. Við höltrum núna á eftir Val og Víking og þessum liðum sem eru í góðum takti og að spila vel og svo þurfum við bara að ná taktinum hratt. En við komum bara þarna haltrandi í humátt.“ Þá vildi Óskar sem minnst tjá sig um það hvernig mótið er að þróast fyrstu vikurnar. „Mér bara gæti ekki staðið meira á sama um það hvernig þetta mót er að þróast. Eina sem ég get haft áhyggjur af er að orkan sem við lögðum í þennan leik var ekki nægileg. Hún var ekki í þeim standard sem við þurfum að leggja í þetta og það veldur mér áhyggjum.“ „Það kemur mér ekkert á óvart að Víkingur og Valur eru efst í þessari deild. Þau eru búin að vera að spila vel, eru í góðum takti og bara vel gert hjá þeim. Við höltrum þarna laskaðir einhvernveginn á eftir. Ekki komnir í takt og ekki komnir í gír. En á meðan við höltrum í humátt þá erum við ekki út úr myndinni. En það er alveg ljóst að við erum að fara á Meistaravelli á laugardaginn að spila á móti særðu liði KR og við þurfum að spila mikið betur þar ef við ætlum að eiga einhverja möguleika.“ Óskar viðurkennir einnig að hann hafi áhyggjur af stöðunni. „Já, auðvitað hef ég áhyggjur af þessu. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar liðið mitt spilar ekki betur en raun ber vitni. Ég get ekki stungið hausnum bara í sandinn og horft bara á úrslitin. Ég gerði það ekki þegar við unnum átta leiki í röð í fyrra og þá var ég oft á tíðum hundóánægður og ég áskil mér bara rétt til að vera það og hafa áhyggjur.“ „Ég hef alltaf áhyggjur. Ég hef áhyggjur eftir eftir hvern einasta leik, bara mismiklar. Ég hef miklar áhyggjur núna, en hafði minni áhyggjur eftir Stjörnuleikinn. Við erum ekkert betri en þessi leikur sýnir. Við fáum ekkert fyrir það sem við gerðum í gær eða fyrradag eða í fyrra. Fótbolti er núvitund og þú ert bara eins góður og þú ert daginn sem þú lifir og í dag vorum við ekki nærri nógu góðir. Við unnum þennan leik og einhverntíman getur maður sætt sig við að fá þrjú stig og auðvitað er ég innst inni þakklátur fyrir það, en frammistaðan var ekki boðleg,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. 8. maí 2023 22:10 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
„Nei, bara alls ekki,“ sagði Óskar Hrafn, aðspurður að því hvort hann væri ekki hæstánægður með sigurinn. „Ég er það ekki. Ég er bara mjög ósáttur við hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spilum þennan leik, bæði sóknarlega og varnarlega. Mér fannst við verða hægir í sóknarleiknum og mjög slappir í pressunni þegar við töpuðum boltanum. Lélegir í einn á einn stöðu, en kannski spilar það inn í að þú ert ekkert betri en andstæðingurinn leyfir.“ „En við vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu. Ég get það bara ekki. Því miður.“ Blikar hafa farið höktandi af stað á nýhöfnu tímabili í Bestu-deild karla og liðið hefur tapað tveimur af fyrstu sex leikjum tímabilsins. Liðið var hársbreidd frá því að tapa enn fleiri stigum í kvöld, en Óskar segist ekki hafa svör við því af hverju liðið er ekki að spila jafn vel og í upphafi síðasta tímabils. „Ég veit það ekki. Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Þetta er að mörgu leyti nýtt lið að því leytinu til að við höfum ekki náð mörgum leikjum saman og við erum alltaf að breyta til. Við missum Ísak og við missum Dag, tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn og það tekur okkur bara tíma að ná taktinum aftur. Við höltrum núna á eftir Val og Víking og þessum liðum sem eru í góðum takti og að spila vel og svo þurfum við bara að ná taktinum hratt. En við komum bara þarna haltrandi í humátt.“ Þá vildi Óskar sem minnst tjá sig um það hvernig mótið er að þróast fyrstu vikurnar. „Mér bara gæti ekki staðið meira á sama um það hvernig þetta mót er að þróast. Eina sem ég get haft áhyggjur af er að orkan sem við lögðum í þennan leik var ekki nægileg. Hún var ekki í þeim standard sem við þurfum að leggja í þetta og það veldur mér áhyggjum.“ „Það kemur mér ekkert á óvart að Víkingur og Valur eru efst í þessari deild. Þau eru búin að vera að spila vel, eru í góðum takti og bara vel gert hjá þeim. Við höltrum þarna laskaðir einhvernveginn á eftir. Ekki komnir í takt og ekki komnir í gír. En á meðan við höltrum í humátt þá erum við ekki út úr myndinni. En það er alveg ljóst að við erum að fara á Meistaravelli á laugardaginn að spila á móti særðu liði KR og við þurfum að spila mikið betur þar ef við ætlum að eiga einhverja möguleika.“ Óskar viðurkennir einnig að hann hafi áhyggjur af stöðunni. „Já, auðvitað hef ég áhyggjur af þessu. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar liðið mitt spilar ekki betur en raun ber vitni. Ég get ekki stungið hausnum bara í sandinn og horft bara á úrslitin. Ég gerði það ekki þegar við unnum átta leiki í röð í fyrra og þá var ég oft á tíðum hundóánægður og ég áskil mér bara rétt til að vera það og hafa áhyggjur.“ „Ég hef alltaf áhyggjur. Ég hef áhyggjur eftir eftir hvern einasta leik, bara mismiklar. Ég hef miklar áhyggjur núna, en hafði minni áhyggjur eftir Stjörnuleikinn. Við erum ekkert betri en þessi leikur sýnir. Við fáum ekkert fyrir það sem við gerðum í gær eða fyrradag eða í fyrra. Fótbolti er núvitund og þú ert bara eins góður og þú ert daginn sem þú lifir og í dag vorum við ekki nærri nógu góðir. Við unnum þennan leik og einhverntíman getur maður sætt sig við að fá þrjú stig og auðvitað er ég innst inni þakklátur fyrir það, en frammistaðan var ekki boðleg,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. 8. maí 2023 22:10 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna. 8. maí 2023 22:10