Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 13:01 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir tryggði ÍBV hádramatískan sigur gegn Haukum í síðasta leik í Eyjum en Haukar jöfnuðu svo einvígið í 2-2 í framlengdum leik á heimavelli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti