Ísland í krefjandi riðli á EM 2024 í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:28 Strákarnir okkar. Vísir/Vilhelm Dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í handbolta 2024 í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Lentu Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi. Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira