Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Við kynnum okkur lokaundirbúning lang stærsta viðburðar sem haldinn hefur verið hér á landi.
Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Við ræðum við formann kennarafélags MS sem segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust.
Þá hittum við unga konu sem endurheimti heilsuna eftir hún lét fjarlægja brjóstapúða og kallar eftir vitundarvakningu, skoðum nýjan stúdentagarð í gömlu Hótel Sögu og förum í Húsdýragarðinn þar sem lömb komu í heiminn í dag og hafa hlotið viðeigandi nafn í ljósi Eurovision-vikunnar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.