Um er að ræða 40 fermetra A hús á tveimur hæðum með skjólgóðri verönd og heitum potti við Húsasund 1. Ásett verð er 32 milljónir.
Tvö svefnherbergi eru í húsinu og er útgengi á svalir úr öðru þeirra. Eldhús og stofa er í opnu og rúmgóðu rými með útgengi á verönd hússins sem snýr í suður. Rýmið er innréttað á afar smekklegan og nútímalegan hátt þar sem jarðlita tónar á veggjum og húsgögnum gera notalega stemmningu.
Eldhúsinnrétting er nýleg og stílhrein með marmaralíkis borðplötu og gulllituðum höldum, sem setja sannarlega punktinn yfir i-ið.







