„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 08:00 Sólveig Lára Kjærnested í glæsilegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, þar sem spilaður verður handbolti í efstu deild á næstu leiktíð. vísir/Sigurjón Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira