Pakistanskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en áður hafði hinn sjötugi Khan tjáð BBC að hann væri sannfærður um að hann yrði handtekinn að nýju um leið og honum yrði sleppt.
Khan, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022, var handtekinn fyrr í vikunni og honum gert að svara fyrir ásakanir um spillingu.
Eftir að fréttir bárust af handtökunni blossuðu upp blóðug átök milli hersins og stuðningsmanna Khan.
BBC segir frá því að margir telji að Khan hafi unnið sigur í kosningum árið 2018 með liðsinni hersins. Bæði Khan og leiðtogar hersins hafa þó hafnað slíku.
Þegar leið á stjórnartíð Khans kastaðist hins vegar í kekki milli hans og yfirmanna hersins og eftir að hann lét af embætti hefur hann gagnrýnt framferði hersins harðlega.
Flokkur Khans, Tehreek-e-Insaf, segja spillingarásakanirnar á hendur Khan af pólitískum rótum sprottnar, en hann er sakaður um að hafa þegið persónulegar gjafir frá erlendum leiðtogum í stjórnartíð sinni.