Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. maí 2023 13:30 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun