KA tryggði sér því um leið þrennuna því liðið hafði áður á tímabilinu tryggt sér deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn. Þetta er í þriðja sinn á seinustu fjórum árum sem KA vinnur Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna.
Það voru þó Mosfellingar sem byrjuðu betur í kvöld og unnu fyrstu hrinu nokkuð örugglega, 25-17. Norðankonur svöruðu þó í annarri hrinu og jöfnuðu metin í 1-1 með því að vinna hrinuna með fjórum stigum, 25-21.
Heimakonur frá Akureyri höfðu svo góð tök á þriðju hrinu og unnu hana 25-17 og taðan orðin 2-1. Eftir gríðarlega jafna fjórði hrinu tóks Mosfellingum þó að knýja fram oddahrinu með því að skora fimm síðustu stig hrinunnar og vinna hana að lokum 25-20.
Oddahrinan var svo ekki minna spennandi. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu 9-7, en Akureyringar snéru taflinu við og voru einu stigi yfir í stöðunni 13-12. Norðankonur skoruðu svo tvö stig í röð og tryggðu sér þar með sinn þriðja Íslandsmeistaratitil á fjórum árum.