Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. maí 2023 17:01 Björn Berg Bryde var talsvert sáttari eftir leik dagsins en hann var hér á þessari mynd. Vísir/Hulda Margrét Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Sjá meira
Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01