Okur- og fátæktargildrunefnd búvara Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2023 10:01 Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Verðlagsnefnd búvara er fjölmenn nefnd hagsmunaaðila, starfrækt á vegum hins opinbera og hefur það hlutverk að ákvarða verð á framleiðslu bænda til verslana og annarra sem kaupa af þeim vörur. Sem sagt ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið. Verðlagsnefndin og ríkisstjórnin treysta nefnilega ekki frjálsum viðskiptum á eðlilegum markaði. Fyrirkomulagið treystir bændum heldur ekki til þess að reka bú sín án þess að hið opinbera hlutist þar til um og taki ákvörðun um á hvaða verði bændur skuli selja vörur sínar. Dæmi eru um að stöndug, íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki veigri sér við því að hefja innreið inn á mjólkurvörumarkað vegna ósanngjarnra leikreglna sem þar ríkja og minna einna helst á Sovétríkin forðum daga. Á því tapa neytendur. Þannig heldur núverandi fyrirkomulag bændum föstum í kerfi þar sem þeir eru ofurseldir makindalegum milliliðum og ríkið skapar umgjörð sem sviptir bændurnar tækifærinu til þess að uppskera í samræmi við erfiði. Íslensk framleiðsla er umhverfisvæn Viðreisn vill treysta bændum og styrkja þá til þess að stunda sína atvinnustarfsemi á grundvelli frelsis, sjálfbærni og heilbrigðrar samkeppni. Því við höfum trú á að þær vörur sem framleiddar eru af bændum séu samkeppnishæfar. Við höfum líka trú á því að meira frelsi geti leyst mikla krafta úr læðingi og eflt þannig bæði neytendur og bændur. Allar kannanir benda til þess að vaxandi hópur neytenda líti mjög til umhverfisþátta þegar kemur að því að versla. Íslensk framleiðsla hefur mun minna kolefnisspor en innflutt. Í því eru fólgin mikil tækifæri fyrir öflugar íslenskar landbúnaðarvörur. Skýrar upprunamerkingar munu einnig styðja við íslenska framleiðslu. Stefna Viðreisnar um að stíga skref í átt að frelsi í þessum efnum virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á ríkisstjórninni. Framtíðarsýn Viðreisnar um að byggja undir bændur í sveitum landsins og koma í veg fyrir að það séu milliliðir sem njóti ávaxtanna af striti bænda á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum sem koma sér saman um fátt nema þá helst að engu megi breyta. Þrátt fyrir að horfa upp á meingallað kerfi sem er hvorki bændum né neytendum til framdráttar. Gallsúr mjólkurkú Í sömu frétt og getið var um í upphafi kom fram að Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra. Auðhumla er vissulega í eigu bænda og Viðreisn sér engar ofsjónir yfir því að bændur græði pening frekar en aðrir. Það er hins vegar ekki sama hvernig peninganna er aflað. Auðhumla hefur í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. Hún býr líka við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð er ákveðið af hinu opinbera í gegnum títtnefnda verðlagsnefnd. Auðhumla er líka milliliður alveg eins og Mjólkursamsalan. Milliliður í lögbundinni einokunarstöðu sem vinnur gegn frelsi og samkeppni. Framtíðarsýn Viðreisnar snýst einfaldlega um að bændur séu lausir undan þessum hrammi ríkisins. Við viljum ýta undir nýsköpun í landbúnaði og veita bændum verðskuldað frelsi til að brydda upp á nýjungum. Við viljum að þeir hafi aðgang að stærri mörkuðum með sínar hollu og bragðgóðu vörur og að verðlagning þeirra ráðist af framboði og eftirspurn en ekki óljósum leikreglum embættismanna. Það er ekki hlutverk embættismanna að miðstýra verði hlutanna. Það er sannarlega ekki leiðin til að búa til samkeppni um matarkörfuna. Hvað þá að tryggja fjölbreytni og nýsköpun í matvælaiðnaði. En þessi aðferð virðist vera ágæt leið fyrir milliliði í einokunarstöðu til að passa uppá sitt. Losum bændur úr spennitreyjunni Viðreisn treystir nefnilega bændum, líkt og öðrum, til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. Við viljum kerfi sem eykur vægi bænda - og neytenda um leið. En sem minnkar vægi milliliða og ríkisafskipta. Opinberir styrkir til landbúnaðar hér á landi slaga hátt í 40 milljarða á ári í beinum og óbeinum styrkjum. Skammarlega lítill hluti þeirra styrkja skilar sér beint til býlis. Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn. Treystum frelsinu og einkaframtakinu. Losum bændur úr spennitreyjunni. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landbúnaður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir greindu frá því að verðlagsnefnd búvara kynnti undir verðbólgu með hækkunum á afurðum. Formaður Neytendasamtakanna benti á að mjólkurvörur hefðu hækkað meira en sem nemur almennri verðbólgu og að neytendur væru einir látnir bera þungann af hækkunum. Ráðstöfunin ýtir ekki bara undir frekari verðbólgu heldur er hún óréttlát í ofanálag. Verðlagsnefnd búvara er fjölmenn nefnd hagsmunaaðila, starfrækt á vegum hins opinbera og hefur það hlutverk að ákvarða verð á framleiðslu bænda til verslana og annarra sem kaupa af þeim vörur. Sem sagt ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið. Verðlagsnefndin og ríkisstjórnin treysta nefnilega ekki frjálsum viðskiptum á eðlilegum markaði. Fyrirkomulagið treystir bændum heldur ekki til þess að reka bú sín án þess að hið opinbera hlutist þar til um og taki ákvörðun um á hvaða verði bændur skuli selja vörur sínar. Dæmi eru um að stöndug, íslensk matvælaframleiðslufyrirtæki veigri sér við því að hefja innreið inn á mjólkurvörumarkað vegna ósanngjarnra leikreglna sem þar ríkja og minna einna helst á Sovétríkin forðum daga. Á því tapa neytendur. Þannig heldur núverandi fyrirkomulag bændum föstum í kerfi þar sem þeir eru ofurseldir makindalegum milliliðum og ríkið skapar umgjörð sem sviptir bændurnar tækifærinu til þess að uppskera í samræmi við erfiði. Íslensk framleiðsla er umhverfisvæn Viðreisn vill treysta bændum og styrkja þá til þess að stunda sína atvinnustarfsemi á grundvelli frelsis, sjálfbærni og heilbrigðrar samkeppni. Því við höfum trú á að þær vörur sem framleiddar eru af bændum séu samkeppnishæfar. Við höfum líka trú á því að meira frelsi geti leyst mikla krafta úr læðingi og eflt þannig bæði neytendur og bændur. Allar kannanir benda til þess að vaxandi hópur neytenda líti mjög til umhverfisþátta þegar kemur að því að versla. Íslensk framleiðsla hefur mun minna kolefnisspor en innflutt. Í því eru fólgin mikil tækifæri fyrir öflugar íslenskar landbúnaðarvörur. Skýrar upprunamerkingar munu einnig styðja við íslenska framleiðslu. Stefna Viðreisnar um að stíga skref í átt að frelsi í þessum efnum virðist fara sérstaklega fyrir brjóstið á ríkisstjórninni. Framtíðarsýn Viðreisnar um að byggja undir bændur í sveitum landsins og koma í veg fyrir að það séu milliliðir sem njóti ávaxtanna af striti bænda á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum sem koma sér saman um fátt nema þá helst að engu megi breyta. Þrátt fyrir að horfa upp á meingallað kerfi sem er hvorki bændum né neytendum til framdráttar. Gallsúr mjólkurkú Í sömu frétt og getið var um í upphafi kom fram að Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra. Auðhumla er vissulega í eigu bænda og Viðreisn sér engar ofsjónir yfir því að bændur græði pening frekar en aðrir. Það er hins vegar ekki sama hvernig peninganna er aflað. Auðhumla hefur í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. Hún býr líka við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð er ákveðið af hinu opinbera í gegnum títtnefnda verðlagsnefnd. Auðhumla er líka milliliður alveg eins og Mjólkursamsalan. Milliliður í lögbundinni einokunarstöðu sem vinnur gegn frelsi og samkeppni. Framtíðarsýn Viðreisnar snýst einfaldlega um að bændur séu lausir undan þessum hrammi ríkisins. Við viljum ýta undir nýsköpun í landbúnaði og veita bændum verðskuldað frelsi til að brydda upp á nýjungum. Við viljum að þeir hafi aðgang að stærri mörkuðum með sínar hollu og bragðgóðu vörur og að verðlagning þeirra ráðist af framboði og eftirspurn en ekki óljósum leikreglum embættismanna. Það er ekki hlutverk embættismanna að miðstýra verði hlutanna. Það er sannarlega ekki leiðin til að búa til samkeppni um matarkörfuna. Hvað þá að tryggja fjölbreytni og nýsköpun í matvælaiðnaði. En þessi aðferð virðist vera ágæt leið fyrir milliliði í einokunarstöðu til að passa uppá sitt. Losum bændur úr spennitreyjunni Viðreisn treystir nefnilega bændum, líkt og öðrum, til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. Við viljum kerfi sem eykur vægi bænda - og neytenda um leið. En sem minnkar vægi milliliða og ríkisafskipta. Opinberir styrkir til landbúnaðar hér á landi slaga hátt í 40 milljarða á ári í beinum og óbeinum styrkjum. Skammarlega lítill hluti þeirra styrkja skilar sér beint til býlis. Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn. Treystum frelsinu og einkaframtakinu. Losum bændur úr spennitreyjunni. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun