Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 10:42 Fé verður brátt rekið á fjall og því er tíminn naumur. Vísir/Vilhelm Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. „Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“ Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“
Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06