Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 16:29 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. EPA/JOSE SENA GOULAO Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir. Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir.
Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27
„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00