Í bátnum, sem hélt yfir stærstu á landsins, var fólk á leið til vinnu á kornökrum. Á miðri leið réðst flóðhesturinn á bátinn en ekki er vitað hvers vegna. 14 farþegum tókst að synda í land eða var bjargað af öðrum þorbsbúum. Ekki tókst að bjarga eina barninu sem var innanborðs, eins árs dreng.
Slysið átti sér stað í hinu afskekkta héraði Nsanje í suðurhluta Malaví. Þingmenn þar í landi hafa ítrekað kallað eftir byggingu brúar yfir ána, þannig að fólk þurfi ekki að sigla þessa, að því er virðist, hættulegu leið.
Nokkuð sjaldgæft er að flóðhestar ráðist á báta á svæðinu en slíkar árásir hafa átt sér stað á fiskibáta í öðrum landshlutum.