Snarpur viðsnúningur í rekstri Siðmenntar eigi sér eðlilegar skýringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. maí 2023 13:00 Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúning í rekstri eiga sér eðlilegar skýringar. Aðsend Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“ Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“
Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21