Vilja kaupa 1.700 íbúðir og leigja út á kostnaðarverði Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 13:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Vísir/Vilhelm Samtök leigjenda hafa óskað eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1.700 íbúðum félagsins. Hugmynd samtakanna er að nýtt samvinnufélag kaupi íbúðirnar og að þær verði leigðar út á kostnaðarverði. Samvinnufélagið myndi tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira