Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 10:11 Fólkið var að lokum sótt á sexhjólum. Landsbjörg Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“ Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“
Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira