Þá sýnum við frá mótmælum nemenda og kennara MS og Kvennó í dag, sem lýsa harðri andstöðu við fyrirhugaða sameiningu skólanna. Blaut tuska í andlit Þóru Melsteð stofnanda Kvennaskólans, sagði einn mótmælenda.
Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru.
Þá sýnum við myndir frá bátsbruna við Stykkishólm, verðum í beinni frá djasshátíð í Garðabæ og heimsækjum ærina Gullrós, eina frjósömustu kind landsins. Hún bar fimm lömbum í gær, annað árið í röð. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.