Vogunarsjóðurinn Algildi kominn með nærri sex prósenta hlut í Sýn

Vogunarsjóðurinn Algildi er kominn í hóp stærri hluthafa fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar eftir að hafa byggt upp að undanförnu tæplega sex prósenta stöðu í félaginu. Hlutabréfaverð Sýnar, sem fór mest niður um liðlega 17 prósent á skömmum tíma fyrr í þessum mánuði, hefur rétt lítillega úr kútnum á síðustu dögum.
Tengdar fréttir

Íslenskir vogunarsjóðir í varnarbaráttu á ári þar sem svartsýni réð ríkjum
Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja.

Fjárfestahópur í Sýn nálgast yfirtökuskyldu
Fjárfestahópurinn sem tryggði sér meirihluta stjórnarsæta í Sýn er kominn með samtals 29 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækinu. Eignarhluturinn nálgast því 30 prósenta mörkin sem virkja yfirtökuskyldu samkvæmt lögum ef fjárfestarnir ákveða, eða eru taldir, eiga með sér samstarf.