Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2023 12:02 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Aðsend Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Sjá meira