Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Liðsmaður tónlistar og gjörningahópsins Pussy Riot segist aldrei munu fá íslenskum stjórnvöldum fullþakkað fyrir að veita sér ríkisborgararétt, sem geri hana frjálsa ferða sinna og veiti henni tækifæri til að halda starfi sínu áfram.
Farþegar með vél Icelandair frá Glasgow komu til Íslands í nótt eftir að hafa beðið hátt í fjörutíu klukkustundir eftir að komast af stað. Farþegi lýsir mikilli geðshræringu í hópnum meðan beðið var. Formaður Neytendasamtakanna telur farþega ekki nógu vel upplýsta um rétt sinn.
Þá kíkjum við austur fyrir fjall. Leigubílstjórar á Selfossi kvarta sáran yfir því að fá hvergi stæði fyrir bíla sína í Nýja miðbænum. Forsvarsmenn miðbæjarins segja að unnið sé að lausn í málinu.
Við verðum einnig í beinni frá stórtónleikum í Háskólabíó, sem haldnir eru í minningu hljómborðsleikarans Njáls Þórðarsónar, og sýnum myndir frá mikilfenglegri bílasýningu í miðborg Reykjavíkur í dag. Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.