Forseti La Liga drullar yfir Vinícius Junior Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 14:31 Javier Tebas og Vinícius Junior deila fyrir opnum tjöldum. vísir/getty Javier Tebas, forseti La Liga, hefur brugðist við ummælum Vinícius Junior, leikmanns Real Madrid, um að spænska úrvalsdeildin tilheyri núna rasistum. Vinícius varð fyrir kynþáttaníði í 1-0 tapi Real Madrid fyrir Valencia í gær. Brassinn var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. Eftir leikinn sendi Vinícius rasistunum og spænsku úrvalsdeildinni tóninn. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Tebas sagði jafnframt að níu tilkynningar um kynþáttaníð í spænsku úrvalsdeildinni hefðu borist á þessu tímabili. Átta þeirra beindust gegn Vinícius. 1. Neither Spain nor @LaLiga is racist, it is unfair to say this.2. At @LaLiga we report and go after racism in the strongest possible way within our remit.3. We have reported nine instances of racist insults this season (eight have been against @vinijr). We always identify https://t.co/KFXHOJv6cb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 22, 2023 Jafnframt sagði Tebas að Vinícius hefði ekki mætt á tvo fundi sem hann óskaði eftir þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir spænsku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. Tebas sagði ennfremur að Vinícius ætti að vera betur upplýstur áður en hann gagnrýndi og móðgaði La Liga. Ya que los que deberían no te explican qué es y qué puede hacer @LaLiga en los casos de racismo, hemos intentado explicártelo nosotros, pero no te has presentado a ninguna de las dos fechas acordadas que tú mismo solicitaste. Antes de criticar e injuriar a @LaLiga, es necesario https://t.co/pLCIx1b6hS pic.twitter.com/eHvdd3vJcb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 21, 2023 Vinícius brást við þessum ummælum Tebas og sagði að enn og aftur gagnrýndi hann sjálfan í stað þess að gagnrýna rasistana. Hann sagði jafnframt að Tebas væri ekkert skárri en rasistarnir. „Ég er ekki vinur þinn til að tala um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Hasstög hreyfa ekki við mér,“ skrifaði Vinícius á Twitter. Mais uma vez, em vez de criticar racistas, o presidente da LaLiga aparece nas redes sociais para me atacar. Por mais que você fale e finja não ler, a imagem do seu campeonato está abalada. Veja as respostas do seus posts e tenha uma surpresa...Omitir-se só faz com que você se https://t.co/RGO9AZ24IA— Vini Jr. (@vinijr) May 21, 2023 Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Vinícius varð fyrir kynþáttaníði í 1-0 tapi Real Madrid fyrir Valencia í gær. Brassinn var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. Eftir leikinn sendi Vinícius rasistunum og spænsku úrvalsdeildinni tóninn. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ Tebas tók til varna á Twitter. Hann sagði af og frá að spænska úrvalsdeildin væri rasísk. Hann sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Tebas sagði jafnframt að níu tilkynningar um kynþáttaníð í spænsku úrvalsdeildinni hefðu borist á þessu tímabili. Átta þeirra beindust gegn Vinícius. 1. Neither Spain nor @LaLiga is racist, it is unfair to say this.2. At @LaLiga we report and go after racism in the strongest possible way within our remit.3. We have reported nine instances of racist insults this season (eight have been against @vinijr). We always identify https://t.co/KFXHOJv6cb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 22, 2023 Jafnframt sagði Tebas að Vinícius hefði ekki mætt á tvo fundi sem hann óskaði eftir þar sem farið hefði verið yfir aðgerðir spænsku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. Tebas sagði ennfremur að Vinícius ætti að vera betur upplýstur áður en hann gagnrýndi og móðgaði La Liga. Ya que los que deberían no te explican qué es y qué puede hacer @LaLiga en los casos de racismo, hemos intentado explicártelo nosotros, pero no te has presentado a ninguna de las dos fechas acordadas que tú mismo solicitaste. Antes de criticar e injuriar a @LaLiga, es necesario https://t.co/pLCIx1b6hS pic.twitter.com/eHvdd3vJcb— Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) May 21, 2023 Vinícius brást við þessum ummælum Tebas og sagði að enn og aftur gagnrýndi hann sjálfan í stað þess að gagnrýna rasistana. Hann sagði jafnframt að Tebas væri ekkert skárri en rasistarnir. „Ég er ekki vinur þinn til að tala um rasisma. Ég vil aðgerðir og refsingar. Hasstög hreyfa ekki við mér,“ skrifaði Vinícius á Twitter. Mais uma vez, em vez de criticar racistas, o presidente da LaLiga aparece nas redes sociais para me atacar. Por mais que você fale e finja não ler, a imagem do seu campeonato está abalada. Veja as respostas do seus posts e tenha uma surpresa...Omitir-se só faz com que você se https://t.co/RGO9AZ24IA— Vini Jr. (@vinijr) May 21, 2023
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira