Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. maí 2023 20:03 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur sambandsins og BSRB í dag bar ekki árangur. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. „Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52