Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 22:05 Maðurinn endaði á að henda bókinni eftir Hugleik í ruslið til að binda enda á vandræðin. Skjáskot/Vimeo/SVT Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. „Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því. Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
„Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því.
Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira