Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 23:45 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a> Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira