Plastið verði eitraðra við endurvinnslu og eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 10:55 Stór hluti plastúrgangs Vesturlanda endar í fátækari ríkjum heims. Getty/NurPhoto/Sudipta Das Endurvinnsla plasts getur gert plastið enn „eitraðra“ en áður og er ekki umhverfisvæn lausn. Þetta segja náttúrunverndarsamtökin Greenpeace. Í nýrri skýrslu þar sem teknar eru saman niðurstöður vísindarannsókna á endurvinnslu plasts, segir að past eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu. Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira