Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:51 Formaður Samfylkingarinnar spurði á Alþingi til hvers ríkið væri ef ekki til að bregðast við efnahagsástæðum og nú ríkja. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vildi „neyðarfund“ sem yrði á dagskrá þingsins strax á morgun en forseti þingsins sagðist eiga von á að geta sett hann á dagskrá mögulega á þriðjudaginn í næstu viku. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, færði rök fyrir beiðni þingflokksins undir liðnum fundarstjórn forseta. „Það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða að bíða eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á því að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðum fjármálaáætlunar fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu. Til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi eins og þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú stendur yfir. Við í Samfylkingunni eru boðin og búin að styðja allar þær tillögur sem koma til, til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur sem eru að fá þetta í fangið núna og það eru þingmál sem geta komið hér inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi,“ segir Kristrún. Næstur í pontu var Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem þakkaði þingforseta fyrir að taka vel í beiðni þingflokksins. „Við þurfum að nýta mjög vel þær þrjár vikur sem eftir eru af þessu löggjafarþingi til þess einmitt að ráðast í aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum, við þurfum að hækka vaxtabætur og sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði. Og við þurfum að liðka hér fyrir aukinni húsnæðisuppbyggingu, ráðast í lagabreytingar sem liggja fyrir þessu þingi, klára þær til þess að endurvekja trú fólks á að samningsmarkmið rammasamningsins um húsnæðismál geti náðst.“ Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vildi „neyðarfund“ sem yrði á dagskrá þingsins strax á morgun en forseti þingsins sagðist eiga von á að geta sett hann á dagskrá mögulega á þriðjudaginn í næstu viku. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, færði rök fyrir beiðni þingflokksins undir liðnum fundarstjórn forseta. „Það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða að bíða eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á því að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðum fjármálaáætlunar fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu. Til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi eins og þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú stendur yfir. Við í Samfylkingunni eru boðin og búin að styðja allar þær tillögur sem koma til, til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur sem eru að fá þetta í fangið núna og það eru þingmál sem geta komið hér inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi,“ segir Kristrún. Næstur í pontu var Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem þakkaði þingforseta fyrir að taka vel í beiðni þingflokksins. „Við þurfum að nýta mjög vel þær þrjár vikur sem eftir eru af þessu löggjafarþingi til þess einmitt að ráðast í aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum, við þurfum að hækka vaxtabætur og sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði. Og við þurfum að liðka hér fyrir aukinni húsnæðisuppbyggingu, ráðast í lagabreytingar sem liggja fyrir þessu þingi, klára þær til þess að endurvekja trú fólks á að samningsmarkmið rammasamningsins um húsnæðismál geti náðst.“
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira