Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2023 11:47 Eyjólfur Árni Rafnsson (t.v) formaður Samtaka atvinnulífsins segir síðustu skammtímasamninga á vinnumarkaði hafa verið hugsaða til undirbúnings gerð langtímasamninga. Vísir/Vihelm Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. Peningastefnunefnd Seðlabankans boðaði í gær þegar hún hækkaði meginvexti bankans um 1,25 prósentur að hún muni hækka vexti enn frekar ef spá bankans um verðbólguþróun gengi eftir. Í kvöldfréttum Stöðar 2 í gær sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að ekki yrði hikað við að hækka meginvextina í tveggja stafa tölu ef á þyrfti að halda til að ná niður verðbólgunni en næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 23. ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lét engan velkjast í vafa um það á kynningarfundi í gær að Seðlbankinn ætlaði sér að hækka vexti þar til verðbólgan færi að ganga niðurVísir/Vilhelm „Það sem náttúrlega nefndin metur er sá verðbólguþrýstingur sem er til staðar. Hæglega gæti nefndin ákveðið að hækka vexti miklu meira en spáin gerir ráð fyrir. Þannig að þessi mikla verðbólga nái ekki fram að ganga. Ég get alveg sagt að þetta er náttúrlega mjög stórt skref sem er stigið núna og nefndin tók. Það er í ljósi þeirrar spár sem birtist hérna og við viljum ekki endilega að raungerist með þessum hætti. Að við séum að sjá verðbólgu hanga uppi svona háa,“ sagði Ásgeir á kynningarfundi í gær. Til að ná fram minni verðbólgu þyrftu stjórnvöld að auka aðhald í ríkisfjármálum og aðilar vinnumarkaðarins að gera hóflega kjarasamninga til langs tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tók vel í þá hugmynd í kvöldfréttum í gær að gefnum ákveðnum forsendum um aðkomu stjórnvalda. Þá sérstaklega að þau leggðu fram traustvekjandi áætlun í húsnæðismálum. Eyjólfur Árni Rafnsson segir ríkan vilja til þess hjá öllum aðilum vinnumarkaðarins að ná niður verðbólgu og vöxtum.Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson formaður samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á millis steins og sleggju mikillar verðbólgu og hárra vaxta. „Við hlustum á allar áskoranir. Ég heyrði alveg hvað seðlabankastjóri sagði í gær og hann vísaði þessu svolítið til okkar aðila vinnumarkaðarins. Við tökum náttúrlega þann bolta að sjálfsögðu alvarlega,“ segir Eyjólfur Árni. Hann vildi aftur á móti engu spá um þær launahækkanir sem samið yrði um eða aðkomu stjórnvalda sem yfirleitt kæmu ekki að málum fyrr en drög að samningum lægju fyrir. Síðustu skammtímasamningar hefðu hins vegar verið gerðir til undirbúnings langtímasamninga. Það væri æskilegast þótt hann heyrði tvær ólíkar raddir varðandi það frá verkalýðshreyfingunni. Mikil verðbólga og háir vextir hefðu nú þegar byrjað að kæla hagkerfið með minnkandi umsvifum í byggingariðnaði. Hann reiknaði með að sú kæling færi að ná til fleiri aðila. „Ég hef fulla trú á því að þegar sest er niður og farið yfir hlutinia verði horft á þetta með langtímasýn í huga. Það þarf að ná hvor tveggja niður, verðbólgu og vöxtum.Það er markmið allra aðila vinnumarkaðarins. Er bara markmið númer eitt,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson. Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans boðaði í gær þegar hún hækkaði meginvexti bankans um 1,25 prósentur að hún muni hækka vexti enn frekar ef spá bankans um verðbólguþróun gengi eftir. Í kvöldfréttum Stöðar 2 í gær sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að ekki yrði hikað við að hækka meginvextina í tveggja stafa tölu ef á þyrfti að halda til að ná niður verðbólgunni en næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 23. ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lét engan velkjast í vafa um það á kynningarfundi í gær að Seðlbankinn ætlaði sér að hækka vexti þar til verðbólgan færi að ganga niðurVísir/Vilhelm „Það sem náttúrlega nefndin metur er sá verðbólguþrýstingur sem er til staðar. Hæglega gæti nefndin ákveðið að hækka vexti miklu meira en spáin gerir ráð fyrir. Þannig að þessi mikla verðbólga nái ekki fram að ganga. Ég get alveg sagt að þetta er náttúrlega mjög stórt skref sem er stigið núna og nefndin tók. Það er í ljósi þeirrar spár sem birtist hérna og við viljum ekki endilega að raungerist með þessum hætti. Að við séum að sjá verðbólgu hanga uppi svona háa,“ sagði Ásgeir á kynningarfundi í gær. Til að ná fram minni verðbólgu þyrftu stjórnvöld að auka aðhald í ríkisfjármálum og aðilar vinnumarkaðarins að gera hóflega kjarasamninga til langs tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tók vel í þá hugmynd í kvöldfréttum í gær að gefnum ákveðnum forsendum um aðkomu stjórnvalda. Þá sérstaklega að þau leggðu fram traustvekjandi áætlun í húsnæðismálum. Eyjólfur Árni Rafnsson segir ríkan vilja til þess hjá öllum aðilum vinnumarkaðarins að ná niður verðbólgu og vöxtum.Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson formaður samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á millis steins og sleggju mikillar verðbólgu og hárra vaxta. „Við hlustum á allar áskoranir. Ég heyrði alveg hvað seðlabankastjóri sagði í gær og hann vísaði þessu svolítið til okkar aðila vinnumarkaðarins. Við tökum náttúrlega þann bolta að sjálfsögðu alvarlega,“ segir Eyjólfur Árni. Hann vildi aftur á móti engu spá um þær launahækkanir sem samið yrði um eða aðkomu stjórnvalda sem yfirleitt kæmu ekki að málum fyrr en drög að samningum lægju fyrir. Síðustu skammtímasamningar hefðu hins vegar verið gerðir til undirbúnings langtímasamninga. Það væri æskilegast þótt hann heyrði tvær ólíkar raddir varðandi það frá verkalýðshreyfingunni. Mikil verðbólga og háir vextir hefðu nú þegar byrjað að kæla hagkerfið með minnkandi umsvifum í byggingariðnaði. Hann reiknaði með að sú kæling færi að ná til fleiri aðila. „Ég hef fulla trú á því að þegar sest er niður og farið yfir hlutinia verði horft á þetta með langtímasýn í huga. Það þarf að ná hvor tveggja niður, verðbólgu og vöxtum.Það er markmið allra aðila vinnumarkaðarins. Er bara markmið númer eitt,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson.
Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01
Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31
Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56
Aðgerðir í húsnæðismálum forsenda langtímasamninga að mati Eflingar Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið reiðubúið að gera langtíma kjarasamninga eins og seðlabankastjóri kalli eftir. Til þess að það megi verða þurfi stjórnvöld að hins vegar að koma að málum með vel útfærðar aðgerðir í húsnæðismálum. Verðbólgan og stjarnfræðilega há húsleiga vegna húsnæðisskorts væri að sliga láglaunafólk sem ætti varla fyrir helstu nauðsynjum. 24. maí 2023 19:31