Segja vinnubrögð Sorpu í Kópavogi verulega ámælisverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 10:29 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er meðal þeirra sem skrifuð er fyrir bókun meirihlutans þar sem vinnubrögð Sorpu eru harðlega gagnrýnd. Vísir/Arnar Bæjarstjórnarmeirihluti Kópavogsbæjar telur vinnubrögð Sorpu og starfshóps á vegum hennar sem falið var staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð, ámælisverð. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“ Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“
Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira