„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2023 13:26 Sýn vill í stefnu meina að Jón Einar hafi valdið sér stórkostlegum skaða með því að selja aðgang að sjónvarpsefni fyrirtækisins en sjálfur vill hann meina að hann hafi bara verið að hjálpa eldri Íslendingum á Spáni að nálgast íslenskt efni í sjónvarpið sitt. skjáskot Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. „Mér finnst þetta harkaleg stefna en ég læt bara minn lögmann um þetta. Það verður náttúrlega að svara þessu eins og hægt er,“ segir Jón Einar en Vísir náði tali af honum í gær. Jón Einar er búsettur úti á Spáni og starfar þar hjá spænskum fasteignasala og annast tölvumál fyrir fasteignasöluna. Stefnan er býsna afdráttarlaus en þar er þess krafist að Jón Einar verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa allt frá 16. desember 2021 brotið gegn höfundarrétti Sýnar með því að því að selja ótilgreindum fjölda fólks, meðal annars í gegnum vefsíðuna www.iptv-ice.com, ólögmætan aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu stefnanda gegn gjaldi. Auglýsti hina vafasömu þjónustu víða á netinu Þess er krafist að Jón Einar veiti upplýsingar um hversu mörgum hann hefur selt aðgang að sjónvarpsrásum Stöðvar 2 og hverjar heildartekjur hans hafa verið vegna þeirrar starfsemi. Ekki tókst lögmanni Sýnar að ná í Jón Einar til að birta honum stefnuna og var því gripið til þess að birta hana honum hana í Lögbirtingablaðinu. Í stefnu kemur fram að athygli Sýnar hafi verið vakin á þessu athæfi Jóns Einars með tölvupósti frá Rafni Thorarensen sem kvaðst hafa keypt búnað af stefnda ásamt afruglara til þess að horfa á læst dagskrárefni stefnanda. Í gögnum málsins má finna þetta skjáskot þar sem Jón Einar lofar viðskiptavinum sínum aðgangi að sjónvarpstöðvum Sýnar gegn vægu gjaldi.skjáskot „Rafn kvaðst ekki hafa vitað að um ólöglega háttsemi væri um að ræða enda hafði hann greitt stefnda kr. 37.000 fyrir þjónustuna, sem hann greiddi inn á bankareikning stefnda nr. 0528-26-2039, þann 2. september 2022. Rafn kvað búnaðinn ekki hafa virkað sem skyldi og hafði krafið stefnda um endurgreiðslu, án árangurs.“ Í stefnu er rakið að svo virðist sem Jón Einar hafi stundað hina ólögmætu háttsemi allt frá 16. desember 2021 ef til dæmis megi marka auglýsingu á Facebook-síðu hans. Þar auglýsir hann vefsíðuna www.iptv-ice.com, sem hann er í forsvari fyrir en vefsíðuna noti stefndi til þess að veita viðskiptavinum sínum umræddan aðgang en lénið var skráð þann 4. október 2021 samkvæmt upplýsingum um skráningu léna.“ Við nánari athugun kom í ljós að Jón Einar „hefur markaðssett hina ólögmætu þjónustu sína með ýmsum hætti, m.a. opinberlega með dreifibréfum sem og á Facebook innan ýmissa hópa og spjallþráðum samskiptamiðilsins. Sem dæmi má nefna hópa inni á Facebook sem nefnast „golfspjallið“ og „Íslendingar á Spáni“, sem hvor um sig telja mörg þúsund meðlimi“. Heimildarleysið algert Þá segir í stefnu að í þeim gögnum komi fram umræða um framangreinda ólögmæta háttsemi stefnda og lýsingu hans sjálfs á háttseminni. Ítrekað kemur fram hvernig stefndi veitir hina ólögmætu þjónustu í gegnum framangreinda vefsíðu og með umræddu símanúmeri og netfangi. „T.a.m. lýsir stefndi því sjálfur að ekki þurfi að greiða sérstaklega fyrir íslensku stöðvarnar“. Auglýsingar frá Jóni Einari er víða að finna á netinu, í fjölmennum Facebookhópum Íslendinga á Spáni.skjáskot Í stefnu segir að ætla megi að Jón Einar hafi veitt fjölda fólks ókeypis aðgang að sjónvarpsdagsskrá sem send er út í læstri dagskrá og selji þá aðgang að. Jón Einar þiggi gjald fyrir að veita hinn ólögmæta aðgang en greiði ekkert til stefnanda. „Heimildarleysi stefnda er algert í þessum efnum.“ Í stefnu er Jón Einar sagður selja aðgang að sjónvarpsstöðvum Sýnar, aðgang að sjónvarpsútsendingum annarra innlendra sjónvarpsstöðva og margra erlendra, sem hann hefur enga heimild til, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum eða rétthöfum myndefnis. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni sem íslenskir aðilar hafi einkarétt á að sýna frá hér á landi og hafi jafnan greitt háar upphæðir fyrir útsendingaréttinn. „Ótvírætt er að stefndi hefur valdið höfundum, sjónvarpsstöðvum, bæði íslenskum og erlendum, sem og öðrum rétthöfum að verkunum, verulegu fjárhagstjóni með framferði sínu, en í starfsemi stefnda felst skýlaust brot á ákvæðum höfundalaga.“ Einbeittur brotavilji Í stefnunni segir enn fremur að enginn vafi leiki á um að háttsemi Jóns Einars sé saknæm og framin af ásetningi. Og hann hafi valdið Sýn verulegu fjártjóni. En „augljóst virðist að hann kærir sig kollóttan um réttindi þeirra sem eiga þau verk sem hann selur aðgang að. Hefur stefndi þar með brotið með refsiverðum hætti gegn ákvæðum höfundalaga, sbr. ákvæði 54. gr. laganna, en brotin varða sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Og þar sem brotavilji stefnda er einbeittur ber að virða það honum til refsiþyngingar.“ Í stefnu er sagt að svo virðist af gögnum máls að starfsemi Jóns Einars hafi verið umfangsmikil og varlega áætlað hafi hann selt hundruð ef ekki þúsundum manna ólögmætan aðgang að sjónvarpsrásum stefnanda og hagnast að sama skapi. „Áskrift að sjónvarpsrásinni Stöð2 kostar mánaðarlega kr. 8.990 en ef bætt er við öðrum stöðvum stefnanda getur áskriftin kostað allt að kr. 22.960 mánaðarlega. Ef miðað er við meðaltalstölur má varlega áætla að hagnaður stefnda hafi numið tugum milljóna króna.“ Hjálpsamur við landa sína á spánskri grund Þegar Vísir bar þetta undir Jón Einar hafnaði hann því alfarið að hafa makað krókinn svo um munar á þessari starfsemi. Í raun er helst á honum að skilja að hann hafi verið að vinna góðverk með því að hjálpa íslenskum pensjónistum að halda sambandi við ættland og móðurmál sitt í gegnum sjónvarpsstöðvarnar. Jón Einar segir að í stefnunni sé eitt og annað sem ekki standist. Mestan part sé hann að hjálpa löndum sínum við sjónvarps- og tölvumál og taki fyrir það sanngjarna greiðslu. Því fari fjarri að hann sé að þéna milljónir á því.facebook „Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“ Spurður segist Jón Einar ekki vita hversu margir það eru sem hafa notið þjónustu hans, það sé misjafnt. „Ekki gott að segja. Ég er að hjálpa fólki með sjónvarp hérna á Spáni, með allskyns vandamál.“ Þannig að það er ekkert hæft í því að þú hafir verið að hagnast um milljónir á þessu? „Algjört kjaftæði. Ég er að kaupa sjálfur í búðum hérna á Spáni Chromecast-lykla sem ég er að láta fólk hafa. Ég er að endurselja þá á kostnaðarverði. Þeir kosta náttúrlega fimmtán þúsund krónur þessir lyklar og þar er ég að setja inn RUV-appið svo fólkið geti horft á íslenska sjónvarpið.“ Gamla fólkið vill fylgjast með fréttum og veðri Jón Einar segir þetta ekki eins og menn virðast halda. Stefnan gefi ranga mynd af því sem hann er að gera. Hann kaupi búnað og áframseli hann, setji upp búnaðinn fyrir gamla fólkið og rukki vitanlega fyrir sína vinnu. Jón Einar hefur dvalið á Spáni nú í um þrjú ár og nýtur lífsins. Hann segir miklu hagstæðara, ekki síst fyrir þá sem eldri eru, að búa á Spáni frekar en á Íslandi; fólk fái svo miklu meira fyrir lífeyri sinn. Og veðurfarið sé ólíkt þægilegra. Sjálfur hafi hann verið að vinna í fasteignaviðskiptum og svo hafi þetta verið aukabúgrein hjá sér; að hjálpa Íslendingum með sjónvarps- og tölvumál. „Hér er mikið af Íslendingum. Gamla fólkið vill horfa á íslenska sjónvarpið, fá sínar fréttir og veðrið og svona. Það eru allir að bjóða þetta hér á Spáni. Og út um allan heim. Iptvi, það er búið að lögleiða það í mörgum löndum, meðal annars í Svíþjóð.“ Fáránlegt að Ríkisútvarpið náist ekki utan landsteina Jón Einar telur það reyndar fyrir neðan allar hellur að ekki sé hægt að ná sendingum RÚV þegar út fyrir landsteina sé komið. Og það sé réttur íslenskra ríkisborgara. Ekki séu margir útlendingar áhugasamir um dagskrá ríkissjónvarpsins. „Mér finnst það fáránlegt og mörgum finnst það líka. Ég skil þetta ekki. Það eru engir útlendingar að horfa á íslenskt sjónvarp. Ég er ekki að selja áskriftir heldur mína þjónustu, lykla og box, sjónvarpskubba sem ég kaupi í búð, set upp öpp eða forrit, fyrir gamla fólkið og fæ borgað fyrir það,“ segir Jón Einar. En orð hans stangast reyndar á við það sem segir í auglýsingum frá honum þar sem hann býður upp á annað og meira en bara gamla „góða“ ríkissjónvarpið. Athugasemd ritstjórnar. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn, sem á og rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsrásir sem hér eru til umfjöllunar auk streymis, er eigandi Vísis. Dómsmál Fjölmiðlar Spánn Íslendingar erlendis Fjarskipti Tækni Netglæpir Netöryggi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Mér finnst þetta harkaleg stefna en ég læt bara minn lögmann um þetta. Það verður náttúrlega að svara þessu eins og hægt er,“ segir Jón Einar en Vísir náði tali af honum í gær. Jón Einar er búsettur úti á Spáni og starfar þar hjá spænskum fasteignasala og annast tölvumál fyrir fasteignasöluna. Stefnan er býsna afdráttarlaus en þar er þess krafist að Jón Einar verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa allt frá 16. desember 2021 brotið gegn höfundarrétti Sýnar með því að því að selja ótilgreindum fjölda fólks, meðal annars í gegnum vefsíðuna www.iptv-ice.com, ólögmætan aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu stefnanda gegn gjaldi. Auglýsti hina vafasömu þjónustu víða á netinu Þess er krafist að Jón Einar veiti upplýsingar um hversu mörgum hann hefur selt aðgang að sjónvarpsrásum Stöðvar 2 og hverjar heildartekjur hans hafa verið vegna þeirrar starfsemi. Ekki tókst lögmanni Sýnar að ná í Jón Einar til að birta honum stefnuna og var því gripið til þess að birta hana honum hana í Lögbirtingablaðinu. Í stefnu kemur fram að athygli Sýnar hafi verið vakin á þessu athæfi Jóns Einars með tölvupósti frá Rafni Thorarensen sem kvaðst hafa keypt búnað af stefnda ásamt afruglara til þess að horfa á læst dagskrárefni stefnanda. Í gögnum málsins má finna þetta skjáskot þar sem Jón Einar lofar viðskiptavinum sínum aðgangi að sjónvarpstöðvum Sýnar gegn vægu gjaldi.skjáskot „Rafn kvaðst ekki hafa vitað að um ólöglega háttsemi væri um að ræða enda hafði hann greitt stefnda kr. 37.000 fyrir þjónustuna, sem hann greiddi inn á bankareikning stefnda nr. 0528-26-2039, þann 2. september 2022. Rafn kvað búnaðinn ekki hafa virkað sem skyldi og hafði krafið stefnda um endurgreiðslu, án árangurs.“ Í stefnu er rakið að svo virðist sem Jón Einar hafi stundað hina ólögmætu háttsemi allt frá 16. desember 2021 ef til dæmis megi marka auglýsingu á Facebook-síðu hans. Þar auglýsir hann vefsíðuna www.iptv-ice.com, sem hann er í forsvari fyrir en vefsíðuna noti stefndi til þess að veita viðskiptavinum sínum umræddan aðgang en lénið var skráð þann 4. október 2021 samkvæmt upplýsingum um skráningu léna.“ Við nánari athugun kom í ljós að Jón Einar „hefur markaðssett hina ólögmætu þjónustu sína með ýmsum hætti, m.a. opinberlega með dreifibréfum sem og á Facebook innan ýmissa hópa og spjallþráðum samskiptamiðilsins. Sem dæmi má nefna hópa inni á Facebook sem nefnast „golfspjallið“ og „Íslendingar á Spáni“, sem hvor um sig telja mörg þúsund meðlimi“. Heimildarleysið algert Þá segir í stefnu að í þeim gögnum komi fram umræða um framangreinda ólögmæta háttsemi stefnda og lýsingu hans sjálfs á háttseminni. Ítrekað kemur fram hvernig stefndi veitir hina ólögmætu þjónustu í gegnum framangreinda vefsíðu og með umræddu símanúmeri og netfangi. „T.a.m. lýsir stefndi því sjálfur að ekki þurfi að greiða sérstaklega fyrir íslensku stöðvarnar“. Auglýsingar frá Jóni Einari er víða að finna á netinu, í fjölmennum Facebookhópum Íslendinga á Spáni.skjáskot Í stefnu segir að ætla megi að Jón Einar hafi veitt fjölda fólks ókeypis aðgang að sjónvarpsdagsskrá sem send er út í læstri dagskrá og selji þá aðgang að. Jón Einar þiggi gjald fyrir að veita hinn ólögmæta aðgang en greiði ekkert til stefnanda. „Heimildarleysi stefnda er algert í þessum efnum.“ Í stefnu er Jón Einar sagður selja aðgang að sjónvarpsstöðvum Sýnar, aðgang að sjónvarpsútsendingum annarra innlendra sjónvarpsstöðva og margra erlendra, sem hann hefur enga heimild til, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum eða rétthöfum myndefnis. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni sem íslenskir aðilar hafi einkarétt á að sýna frá hér á landi og hafi jafnan greitt háar upphæðir fyrir útsendingaréttinn. „Ótvírætt er að stefndi hefur valdið höfundum, sjónvarpsstöðvum, bæði íslenskum og erlendum, sem og öðrum rétthöfum að verkunum, verulegu fjárhagstjóni með framferði sínu, en í starfsemi stefnda felst skýlaust brot á ákvæðum höfundalaga.“ Einbeittur brotavilji Í stefnunni segir enn fremur að enginn vafi leiki á um að háttsemi Jóns Einars sé saknæm og framin af ásetningi. Og hann hafi valdið Sýn verulegu fjártjóni. En „augljóst virðist að hann kærir sig kollóttan um réttindi þeirra sem eiga þau verk sem hann selur aðgang að. Hefur stefndi þar með brotið með refsiverðum hætti gegn ákvæðum höfundalaga, sbr. ákvæði 54. gr. laganna, en brotin varða sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Og þar sem brotavilji stefnda er einbeittur ber að virða það honum til refsiþyngingar.“ Í stefnu er sagt að svo virðist af gögnum máls að starfsemi Jóns Einars hafi verið umfangsmikil og varlega áætlað hafi hann selt hundruð ef ekki þúsundum manna ólögmætan aðgang að sjónvarpsrásum stefnanda og hagnast að sama skapi. „Áskrift að sjónvarpsrásinni Stöð2 kostar mánaðarlega kr. 8.990 en ef bætt er við öðrum stöðvum stefnanda getur áskriftin kostað allt að kr. 22.960 mánaðarlega. Ef miðað er við meðaltalstölur má varlega áætla að hagnaður stefnda hafi numið tugum milljóna króna.“ Hjálpsamur við landa sína á spánskri grund Þegar Vísir bar þetta undir Jón Einar hafnaði hann því alfarið að hafa makað krókinn svo um munar á þessari starfsemi. Í raun er helst á honum að skilja að hann hafi verið að vinna góðverk með því að hjálpa íslenskum pensjónistum að halda sambandi við ættland og móðurmál sitt í gegnum sjónvarpsstöðvarnar. Jón Einar segir að í stefnunni sé eitt og annað sem ekki standist. Mestan part sé hann að hjálpa löndum sínum við sjónvarps- og tölvumál og taki fyrir það sanngjarna greiðslu. Því fari fjarri að hann sé að þéna milljónir á því.facebook „Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“ Spurður segist Jón Einar ekki vita hversu margir það eru sem hafa notið þjónustu hans, það sé misjafnt. „Ekki gott að segja. Ég er að hjálpa fólki með sjónvarp hérna á Spáni, með allskyns vandamál.“ Þannig að það er ekkert hæft í því að þú hafir verið að hagnast um milljónir á þessu? „Algjört kjaftæði. Ég er að kaupa sjálfur í búðum hérna á Spáni Chromecast-lykla sem ég er að láta fólk hafa. Ég er að endurselja þá á kostnaðarverði. Þeir kosta náttúrlega fimmtán þúsund krónur þessir lyklar og þar er ég að setja inn RUV-appið svo fólkið geti horft á íslenska sjónvarpið.“ Gamla fólkið vill fylgjast með fréttum og veðri Jón Einar segir þetta ekki eins og menn virðast halda. Stefnan gefi ranga mynd af því sem hann er að gera. Hann kaupi búnað og áframseli hann, setji upp búnaðinn fyrir gamla fólkið og rukki vitanlega fyrir sína vinnu. Jón Einar hefur dvalið á Spáni nú í um þrjú ár og nýtur lífsins. Hann segir miklu hagstæðara, ekki síst fyrir þá sem eldri eru, að búa á Spáni frekar en á Íslandi; fólk fái svo miklu meira fyrir lífeyri sinn. Og veðurfarið sé ólíkt þægilegra. Sjálfur hafi hann verið að vinna í fasteignaviðskiptum og svo hafi þetta verið aukabúgrein hjá sér; að hjálpa Íslendingum með sjónvarps- og tölvumál. „Hér er mikið af Íslendingum. Gamla fólkið vill horfa á íslenska sjónvarpið, fá sínar fréttir og veðrið og svona. Það eru allir að bjóða þetta hér á Spáni. Og út um allan heim. Iptvi, það er búið að lögleiða það í mörgum löndum, meðal annars í Svíþjóð.“ Fáránlegt að Ríkisútvarpið náist ekki utan landsteina Jón Einar telur það reyndar fyrir neðan allar hellur að ekki sé hægt að ná sendingum RÚV þegar út fyrir landsteina sé komið. Og það sé réttur íslenskra ríkisborgara. Ekki séu margir útlendingar áhugasamir um dagskrá ríkissjónvarpsins. „Mér finnst það fáránlegt og mörgum finnst það líka. Ég skil þetta ekki. Það eru engir útlendingar að horfa á íslenskt sjónvarp. Ég er ekki að selja áskriftir heldur mína þjónustu, lykla og box, sjónvarpskubba sem ég kaupi í búð, set upp öpp eða forrit, fyrir gamla fólkið og fæ borgað fyrir það,“ segir Jón Einar. En orð hans stangast reyndar á við það sem segir í auglýsingum frá honum þar sem hann býður upp á annað og meira en bara gamla „góða“ ríkissjónvarpið. Athugasemd ritstjórnar. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn, sem á og rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsrásir sem hér eru til umfjöllunar auk streymis, er eigandi Vísis.
Dómsmál Fjölmiðlar Spánn Íslendingar erlendis Fjarskipti Tækni Netglæpir Netöryggi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira