Mikil áskorun að ná 3,5 prósenta raunávöxtun með verðbólgu í hæstu hæðum

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum.